3.3.10

Ýmislegt.

Undanfarnar vikur hef ég verið heima vegna raddleysis. Það er mjög óþægilegt að vera flautuð út af á miðri önn og ég hef átt erfitt með að horfast í augu við það. Ég ákvað þó að nota tímann vel, þar sem ég er ekki rúmliggjandi eða óvinnufær með öllu, og vinna upp ýmislegt sem ég hef ekki haft tíma til.
Nei þetta er ekki peysan sem ég prjónaði á Hildi Sögu í fyrra heldur önnur ný og fín. Peysan sem hún fékk í fyrra hvarf með öllu og veit enginn hvar hún er niðurkomin. Húfan er á sínum stað svo það var ekkert annað að gera en prjóna nýja við húfuna.
Teppið handa Emmu og Þorra er nú að verða tilbúið. Á myndinni hér fyrir ofan þá er dekkið nánast tilbúið það vantar bara síðustu röndina utan með því. Ég er nú búin að sauma hana við og er nú búin að senda teppið í quilteringu, þar sem það verður sett saman og þá er eingöngu eftir að setja bindinguna á það.
Jæja þá eru það syndirnar og sú stærsta er Flóafárið frá því í fyrr. Ég kláraði það í fyrra vor og keypti allt sem þurfti til þess s.s. efni í bak, bindingu og vatt. Nú er ég búin að setja það saman.
Og ég er þessa dagana að stinga það og gengur það bara nokkuð vel þó svo að þetta sé fyrsta stóra verkefnið sem ég sting í vél.
Set myndir af því þegar ég er búin með það.

7 ummæli:

  1. Það er svo gaman að skoða listaverkin þín mamma:) Litla skotta verður æðislega fín, og teppin eru bæði mjög falleg:)

    SvaraEyða
  2. Aedisleg peysan... og teppin líka en sérstaklega peysan :)

    SvaraEyða
  3. Frábær handavinna hjá þér, peysan flott og brúna teppið líka. Ennnnn, hitt teppið sem er með stjörnunum, það er æðislegt ;o) Hvaða mynstur er þetta og hvar er hægt að nálgast það (veistu hvað það heitir).
    Kveðja Edda Soffía

    SvaraEyða
  4. Gaman að sjá svona huggulegt blogg, Sigga. Þetta er hvað öðru fallegra. Flóafárið er æðislegt! Líka gaman að sjá gömlu vinkonu mína að störfum (saumavélina!!).
    Kveðja, Hellen

    SvaraEyða
  5. Kærar þakkir fyrir hrósið öll sömul.
    Já Hellen er ekki notalegt að sjá vinkonuna, sú er nú búin að standa sig vel.
    Edda Soffía, velkomin á síðuna mína og takk fyrir að skrifa mér. Flóafárið er munstur eftir Guðrúnu Erlu og er í bók sem kom út eftir hana síðastliðið sumar. Ég var aftur á móti á námskeiði hjá henni í Flóanum í mars í fyrra og þar var teppið óvissu verkefni. Ég get líka sent þér það ef þú sendir mér adressuna þína. Einnig langar mig að spyrja þig hvort ég megi setja link af síðunni þinni inn á mína síðu. Kær kveðja, Sigga

    SvaraEyða
  6. Takk fyrir upplýsingarnar um teppið, ég féll alveg fyrir því og held að ég verði bara að gera svona teppi. ;o) Ég get nú alveg keypt þetta munstur fyrst að ég veit hvað það heitir, en ég bý á Þórðargötu 24 í Borgarnesi.
    Já elsku góða auðvitað mátt þú setja link á síðuna mína, það er nú bara gaman að þú skulir kíkja á hana.
    Kv Edda

    SvaraEyða
  7. Peysan er ekkert síðri en sú gamla (blessuð sé minning hennar)

    Sandra

    SvaraEyða