8.1.12

Jól í Lyngbergi 2011 og heklaðar jólabjöllur.

Ég hef nú gert ýmislegt skemmtilegt frá því síðasta blogg birtist á þessari síðu en ég held ég sé ekkert að setja það hér inn núna, geri það kannski seinna.  En fyrir jólin þá heklaði ég svona jólabjöllur utan um seríur handa litlu fjölskyldunni í Eskilstuna, Ástu Sigrúnu og Kalla og Söru.  Þegar ég hafði lokið þessum þremur þá langaði mig að eiga svona líka svo ég gerði eina fyrir Lyngbergið.
Eins og þið vitið þá er þessi bakki algjört uppáhald hjá mér.  Hann er klæddur í nýjan búning eftir árstíðum og svona leit hann út núna um jólin.
Það snjóaði og snjóaði og eina nóttina þegar ég kom fram var birtan svo ótrúlega falleg og glugginn í eldhúsinu skartaði sínu fegursta í þessari birtu.  Ég tók myndirnar hér fyrir neðan án flass og finnst þær ennþá dulúðlegri fyrir bragðið.
Kannski ég komist í bloggstuð núna, hver veit?