11.6.12

Loksins, loksins, langþráð sumarfrí.

Það er einhvern veginn þannig að um leið og ég kemst í sumarfrí þá er fyrsta hugsunin að finna mér eitthvað á prjónana.  Í þetta skiptið er það fallegt bómullargarn úr Storkinum í peysu á hana Evu mína á Írlandi sem verður tveggja ára í júlí.
Eins og veðrið var í dag er yndislegt að sitja úti í sólinni og njóta.  Njóta veðurblíðunnar með eitthvað fallegt á prjónunum, kaffi við höndina og ekki verra að hafa eitthvað gott með kaffinu.
Ég læt þessa fallegu mynd fylgja með en þetta eru blómin sem ég fékk á mæðradaginn frá börnunum mínum.  Svona stóðu rósirnar í tvær vikur, yndislegar.


Takk fyrir innlitið og sjáumst fljótt aftur.