19.2.10

Þetta mjakast ;-)

Svona er staðan með teppið þeirra Þorra og Emmu. Fyrsta myndir sýnir þegar miðjan og næstu tvær raðir voru komnar saman.
Hér hefur svo aðeins bæst við og ágætis mynd komin á það.
Sú síðasta sýnir hver staðan er í dag, miðjan tilbúin þ.e. munsturhlutinn, bara eftir að sauma tvö horn við. Þá er að byrja á köntunum sem eiga að vera utan um allt teppið en þeir eru í þremur litum.

5.2.10

Flúðir, Gullfoss og bútasaumsteppi.

Við Maggi fórum að Flúðum um síðustu helgi. Við fórum fyrst og fremst með það í huga að slappa af og hvíla okkur. Þessar hvíldarferðir fela það helst í sér að hafa nógan mat og góðar veigar með, eitthvað skemmtilegt að lesa, handavinna er ávalt með í farteskinu og gítarinn góði. Svo má náttúrulega ekki gleyma sundfötum þar sem potturinn er óspart notaður (mörgum sinnum á dag).
Í þetta skiptið skelltum við okkur að Gullfossi. Veðrið var yndislegt og mig hefur lengi langað til þess að sjá hann í vetrarbúningi.
Við vorum á ferðinni um miðjan daginn og var birtan ótrúlega á þeim tíma dagsins

Ekki var Gullfoss í klakaböndum þó svo að kalt væri, en það var um -6° á Flúðum þegar við lögðum af stað og dálítið rok þannig að mér fannst nú bara skítakuldi þegar við komum upp að Sigríðarbúð því þar var enn kaldara.
Það var tölvert krap í fossinum og klaki á flúðunum.
Birtan var svo dulúðleg, þegar við vorum að leggja í hann aftur heim í bústað og sást vel til fjalla og inn á jökul. Hér skarta Jarlhetturnar sínu fegursta í ljósaskiptunum.
Það var tölvert kaldara við Gullfoss heldur en á Flúðum og allt freðið við Sigríðarbúð.
Þessi mynd er tekin á leið heim í bústað.
Í sumar sem leið giftu Þorri bróðir og Emma sig. Við Maggi gáfum þeim loforð um bútasaumsrúmteppi í brúðargjöf. Þau komu svo heim nú um jólin og völdu sér munstur og efni í teppið. Hér fyrir ofan má sjá efnin sem þau völdu sér. Ég tók þetta og saumavélina með mér á Flúðir og náði að sauma töluvert.
Hér má svo sjá munstrið sem þau völdu en það er frá Thimbleberries. Efnin eru jafnfremt frá því fyrirtæki
Ég náði að sauma 60 stóra ferninga og svo eru 480 litlir af brúna og drapplita og 6o stykki af þeim grænu og drapplitu.
Þeir litlu eru svo saumaðir annars vegar 4 ferningar í lengju og aðrir fjórir plús einn grænn og drapp í aðra lengju.
Lengjurnar eru síðan saumaðar við stóra ferninginn og hér er ein blokk komin. Efnið sem er undir blokkinni á að nota í kannt meðfram öllu teppinu. Það eru 60 svona blokkir sem fara í teppið eins og það verður endanlega og svo eru saumaðir kantar í tveimur brúnum litum og utanum blokkirnar og síðan kemur þessi kantur úr efninu hér að ofan. Þetta blogg er fyrir Emmu og Þorra svo þau sjái hvernig miðar. Ég er núna búin með 11 svona blokkir.

2.2.10

Viðurkenning!

Þetta fékk ég sent frá henni Hellen. Takk fyrir Hellen, ég hef ekki fengið slíkt áður. Þessari viðurkenningu fylgir að ég setji tengil yfir á bloggið hennar, ég á að skrifa 7 staðreyndir um sjálfa mig og senda 7 bloggurum viðurkenninguna áfram.
Ef við byrjum á staðreyndunum þá:
1. Ég hef haft hannyrðir ýmis konar sem áhugamál frá því ég man eftir mér sem lítilli stelpu svona 4-5 ára að sauma með langömmu minni Guðrúnu en hún lést þegar ég var 11 ára en hún var þá 97.
2. Ég er ekki morgunglöð!
3. Ég hef tamið mér að vera tiltölulega þolinmóð í seinni tíð en það er mér ekkert sérstaklega eðlislægt.
4. Ég er skelfilega hrædd við að keyra yfir ár og vötn í fjallaferðum.
5. Mér finnst ömmuhlutverkið það skemmtilegasta sem ég hef fengið um ævina.
6. Mér líður best þegar við erum öll saman fjölskyldan.
7. Ef ég ætla að kaupa mér föt fer ég alltaf í svörtu deildina, hahaha
Blog award!! I need to make a link from my blog to the blog of the person that sent me the award. I also need to say seven things about my self, and send the award to seven blogfriends.
1. Craftwork has been my hobby since I was little and I can remember myself 4-5 years old sewing with my great grandmother Guðrún and she died when I was 11 years old and then she was 97.
2. I am not a morning person!
3. I have tried to develope patience through the years although patience is not really in my nature.
4. I am petrified when crossing rivers and lakes, specially when I travel offroad.
5. I find being a grandmother the best role I have had in my life
6. I feel best when I am surrounded by my family
7. When I go shopping for chlothes, I go directly to the "black section" !
Ég vona að þið setjið þetta inn hjá ykkur elskurnar nú ef ekki þá bara það.