5.2.10

Flúðir, Gullfoss og bútasaumsteppi.

Við Maggi fórum að Flúðum um síðustu helgi. Við fórum fyrst og fremst með það í huga að slappa af og hvíla okkur. Þessar hvíldarferðir fela það helst í sér að hafa nógan mat og góðar veigar með, eitthvað skemmtilegt að lesa, handavinna er ávalt með í farteskinu og gítarinn góði. Svo má náttúrulega ekki gleyma sundfötum þar sem potturinn er óspart notaður (mörgum sinnum á dag).
Í þetta skiptið skelltum við okkur að Gullfossi. Veðrið var yndislegt og mig hefur lengi langað til þess að sjá hann í vetrarbúningi.
Við vorum á ferðinni um miðjan daginn og var birtan ótrúlega á þeim tíma dagsins

Ekki var Gullfoss í klakaböndum þó svo að kalt væri, en það var um -6° á Flúðum þegar við lögðum af stað og dálítið rok þannig að mér fannst nú bara skítakuldi þegar við komum upp að Sigríðarbúð því þar var enn kaldara.
Það var tölvert krap í fossinum og klaki á flúðunum.
Birtan var svo dulúðleg, þegar við vorum að leggja í hann aftur heim í bústað og sást vel til fjalla og inn á jökul. Hér skarta Jarlhetturnar sínu fegursta í ljósaskiptunum.
Það var tölvert kaldara við Gullfoss heldur en á Flúðum og allt freðið við Sigríðarbúð.
Þessi mynd er tekin á leið heim í bústað.
Í sumar sem leið giftu Þorri bróðir og Emma sig. Við Maggi gáfum þeim loforð um bútasaumsrúmteppi í brúðargjöf. Þau komu svo heim nú um jólin og völdu sér munstur og efni í teppið. Hér fyrir ofan má sjá efnin sem þau völdu sér. Ég tók þetta og saumavélina með mér á Flúðir og náði að sauma töluvert.
Hér má svo sjá munstrið sem þau völdu en það er frá Thimbleberries. Efnin eru jafnfremt frá því fyrirtæki
Ég náði að sauma 60 stóra ferninga og svo eru 480 litlir af brúna og drapplita og 6o stykki af þeim grænu og drapplitu.
Þeir litlu eru svo saumaðir annars vegar 4 ferningar í lengju og aðrir fjórir plús einn grænn og drapp í aðra lengju.
Lengjurnar eru síðan saumaðar við stóra ferninginn og hér er ein blokk komin. Efnið sem er undir blokkinni á að nota í kannt meðfram öllu teppinu. Það eru 60 svona blokkir sem fara í teppið eins og það verður endanlega og svo eru saumaðir kantar í tveimur brúnum litum og utanum blokkirnar og síðan kemur þessi kantur úr efninu hér að ofan. Þetta blogg er fyrir Emmu og Þorra svo þau sjái hvernig miðar. Ég er núna búin með 11 svona blokkir.

4 ummæli:

  1. verður gaman að sjá lokaniðurstöðuna!!

    Hvenær voruði á Flúðum? Við vorum nefnilega í Reykjaskógi frá 29. - 5.feb, og vorum að þvælast um uppsveitir Árnes og Rangárvallasýslu þá daga :)

    Kv. Helga Dröfn

    SvaraEyða
  2. Myndirnar eru alveg frábærar, hlakka til að kikja þangað í sumar eða næsta vetur! Það er hinsvegar ekki spurning að þetta teppi verður alveg tjúllað!!!
    Koss og knúz- gaman að sjá þig svona aktíva á blogginu:)
    -Ásm

    SvaraEyða
  3. Hæ HD. Við vorum helgina 29.-31. jan. á Flúðum. Yndislegt veður og frábær aflöppun.

    SvaraEyða
  4. Ég svitna þegar ég les um teppið. Þvílík vinna og þú lætur það hlóma eins og þetta sé piece of cake.
    Sandra

    SvaraEyða