4.2.12

Bútasaumur

Ég gerði svona snyrtibuddur/pennaveski fyrir jólin og gaf í jólagjafir.  Ég reyndi að velja efnin og litina eftir þeim sem áttu að fá þær t.d. fékk Sæunn bróðurdóttir mín þessa grænu og fyllti ég hana af allskonar snyrtidóti og svo setti ég ég "bókaorm" sem er bókamertki með þessu þar sem hún er svoddan bókaormur;-)
Á myndinni sést hvernig þetta er gert, fyrst saumar maður ræmur beint á bak.
Þessa bláu fékk hún Sigrún Ingibjörg bróðurdóttir mín.  Ég fyllti þessa líka með ýmsum snyrtivörum og bókamerki, því hún er líka mikið fyrir lestur.
Hér er ég búin að sauma budduna saman en er að setja í hana rennilás og snýr rangan út.
Þessa hér fyrir neðan gerði ég reyndar fyrst þannig að hún er prufan!  Hana ætla ég að eiga og fyllti hana af ýmiskonar pennum og nota hana sem pennaveski. Á þessari mynd er buddan/veskið fullgert.
Þessu teppi byrjaði ég á fyrir löngu síðan en það varð ekkert úr því að ég kláraði það.  Nú er Hildur mín Saga að verða fjögurra ára og fannst mér það vera allt of lítið fyrir hana.  Ég tók mig til og stækkaði það um eina mynsturrönd og bætti húsinu þar inn. Teppið heitir að mig minnir Dýrin í sveitinni.
Þetta er lúrteppi fyrir hana, mátulega stórt til að setja yfir sig í sögustund með pabba og mömmu.
Set eitthvað fleira hér inn eftir því sem tími leyfir.  Takk fyrir innlitið.