15.1.10

Janúar að verða búinn, hvað tíminn líður.

Ótrúlegt hvað tíminn líður. Mér finnst eins og desember, jólin, áramótin og dvöl allra barnanna okkar hafa flogið fram hjá mér og nú er langt liðið á janúar 2010. Við fengum alla heim um jólin. Ásta Sigrún kom um miðjan desember og Gulli, Sandra og Hildur Saga komu þann 20. des. beint í útskriftarveislu Kalla okkar. Við erum sem sagt búin að vera hér saman öll sömul og Sara hans Kalla líka í 3 vikur. Nú hafa þau flogið í burtu hvert af öðru, Litla fjölskyldan fór heim til Eskilstuna þann 9. jan., Kalli fór með meistaraflokki FH þann 12. (kom til baka þann 16.) og Ásta Sigrún fór aftur út til Edinborgar þann 13. Héðan hafa því verið sætaferðir á Keflavíkurflugvöll. Við erum búin að hafa það dásamlegt.
Jóladagarnir voru náttúrulega þétt skipaðir af jólaboðum og fjölskylduhittingum og var dagskráin þétt skipuð hjá krökkunum, ekki eins hjá okkur gamla fólkinu. En það verður ekki sagt annað en við höfum notað þær stundir vel sem við áttum saman við leik og spjall. Svo vorum við Maggi svo heppin að fá að passa Hildi Sögu nokkur kvöld sem var bara dásamlegt. Hún er nú ótrúlega gott barn, litla sílið sem sér okkur nánast eingöngu sem "Skype-afa og ömmu". Ég held að hún sé bara orðin mikil afa- og ömmustelpa:-)
Hér eru svo nokkrar myndir af henni frá þessum yndislegu dögum okkar hér í Lyngberginu.

Þegar allir voru flognir á brott, fitjaði ég upp á peysu á Hildi Sögu mína. Ég notaði Léttlopa og reyndi að sameina margar hugmyndir, sem ég hef fengið í kollinn þegar ég hef verið að skoða bæði prjónablöð og vefsíður, í peysuna og prjónaði einnig húfu við hana. Ég er bara ánægð með útkomuna og er hún nú á komin í umslag til þeirrar litlu og fer í póst á morgun. Svo bíðum við bara eftir myndum frá Gulla og Söndru af henni í peysunni og húfunni.

1 ummæli:

  1. Þetta var æðislegur tími:) Gott að vera þú ert mætt aftur í Bloggheima frú mín góð:)
    Knúz frá Edin

    Ps Peysan er trufluð!

    SvaraEyða