23.2.09

Epladúkurinn


Þegar Ásta Sigrún lagði í hann til Ástralíu, gerði ég mér lítið fyrir og gerði herbergið hennar að lítilli saumastofu. Lagði undir mig tvær hillur í bókaskápnum hennar undir efnin mín og þau áhöld sem ég þarf að nota við saumaskap og skrifborðið hennar undir saumavélina góðu (sem er bara dásamleg. Einnig setti ég strauborðið upp þannig að ég hef allt við hendina sem á þarf að halda. Ásta Sigrún hefur nú hvatt mig til þess að gera þetta undanfarin 2 ár (eða frá því hún fór til Edinborgar fyrir tveimur árum) en nú er svo langt þangað til hún kemur heim að mér finnst taka því að hreiðra svolítið um mig í hornherberginu.

Jæja ég byrjaði á því að finna mynstrið af epladúknum sem ég keypti fyrir nokkrum árum. Ég var búin að sníða að mestu efnið í hann en síðan ekki söguna meir. Ég mundi að ég hafði lent í vandræðum með efnið, ekki sniðið rétt í hann. Ég var nú reyndar ekki lengi að sjá hvaða vitleysu ég hafði gert og byrjaði að raða saman og sníða það sem eftir var. Svo byrjaði saumaskapurinn og ótrúlega er þetta skemmtilegt. Nú er ég búin með dekkið (yfirborðið) og þarf nú bara að kaupa dúkavatt og bak og ljúka herlegheitunum.

4 ummæli:

  1. Til hamingju með síðuna, það verður gaman að fylgjast með henni. Dúkurinn er mjög fallegur, ég hef lengi ætlað að sauma hann en einhvern veginn hefur hann ekki lent í forgangi.
    Saumakveðjur, Anna Björg.

    SvaraEyða
  2. Jæja loksins virkar Kommentarinn:)
    Ég vona að þér líði vel í herberginu mínu- ætli það sé ekki tölvert snyrtilegra eftir að þú tókst búsetu þar? haha:)
    Dúkurinn er fallegur, hlakka til að sjá hann tilbúinn á stofuborðinu- vertu dugleg:)

    SvaraEyða
  3. Mér finnst þessi dúkur alltaf fallegur, og er búin að sjá hann í mörgum útgáfum á netinu. Fínir litir hjá þér, Sigga!
    Kveðja, Hellen

    SvaraEyða
  4. Það er ótrúlega gaman að sjá verkin fæðast í höndum þínum ástin mín. Og ekki síður að sjá þessa síðu verða til.

    SvaraEyða