28.2.09

Það er ekki leiðinlegt...




Nú er ég orðin amma, á litla sonardóttur sem heitir Hildur Saga Gunnlaugsdóttir og fæddist 27. júní 2008. Mér þykir ótrúlega skemmtilegt að prjóna á hana og ýmislegt handa henni. Þennan jólasokk prjónaði ég handa henni í haust og saumaði út í hann myndirnar og nafnið hennar. Ég saumaði einnig tölur og fleira á sokkinn



Í fyrra vetur fór ég á þæfingarnámskeið og gerði þessa skó handa Hildi Sögu, var þá rétt búin að fá fregnir af því að hennar væri von.



Maður verður nú að vera þjóðleg þó maður búi í Svíþjóð með mömmu og pabba. Svo er þetta svo hlýtt í vagninn. Ég prjónaði peysuna úr einföldum plötulopa eftir mynstri sem Inga vinkona mín átti frá því elsti sonur hennar var á fyrsta árinu. Þetta munstur var mjög vinsælt á þeim árum þ.e. um 1981. Teppið sem er við hliðina á Hildi Sögu prjónaði ég einnig áður en hún fæddist.




Þetta sett prjónaði ég á Hildi Sögu áður en hún fæddist. Ég renndi blint í sjóinn með litinn því ég vissi ekki hvort kynið var á leiðinni. Mér finnst þessi litur ganga á bæði stelpur og stráka og svo skreytti ég hana með tölunum.



Þessa peysu prjónaði ég á hana til að koma í heim af fæðingardeildinni. Hún var nú dálítið stór á frökenina en hún var nú ekki lengi að stækka upp í hana og notaði hana fram að jólum.

2 ummæli:

  1. Sigga, það er gaman að sjá allt sem þú ert búin að vera að gera. Þú ert nú afkastamikil sjálf!

    SvaraEyða
  2. Kona er nú eiginlega bara farin að hlakka til að eignast börn sjálf til að Amma geti prjónað og saumað:) :*

    SvaraEyða