Mér finnst sumarið yndislegt með björtum nóttum og (mis)hlýjum dögum. Mér finnst frábært að ferðast með karlinum mínum og góðum vinum og ég tala nú ekki um þegar börnin koma með okkur. Ég nýt þess að sitja úti á góðum sumardögum og sötra kaffið mitt og jafnvel að taka handavinnuna mína út með mér. En haustið er minn tími! Litirnir í garðinum okkar eru svo ótrúlega fallegir, blóm, tré og runnar undirbúa dvala og tapa laufum og blómknúppum en fegurðin er ólýsanleg. Og nú gefast tækifæri til þess að kveikja á kertum, ég elska kertaljós.
Eins og sjá má á myndinni sem ég er búin að setja í síðuhausinn þá eru litirnir í birkikvistinum fallegir og þessi mynd hér að ofan er tekin nokkrum dögum síðar og ekki eru þeir litir síðri.
Nú hafa haustplöntur tekið við af sumarplöntum og skarta sínu fegursta. Einnig finnst mér skemmtilegt að færa litina inn í hús og búa til skreytingar til að hafa inni við.Í dag hittumst við stór(tengda)fjölskyldan, eins og við höfum gert undanfarið, þ.e. að hittast einu sinni í mánuði í hádegisverð. Við Ásta Sigrún föndruðum ýmislegt úr haustefniviði úr garðinum og sjáið þið bara afraksturinn.
Þú ert svo hugmyndarík, Sigga! Fallegar skreytingarnar hjá þér! Ég er sammála þessu með haustið, ég er meiri haustkona en sumarkona.
SvaraEyða