Hér í Lyngberginu er jólaundirbúningur í fullum gangi. Þetta er skemmtilegasti tími ársins hjá okkur. Við höldum í hefðir og bætum við og breytum kannski örlítið en eitt breytist ekki, við byrjum snemma og njótum. Eitt af því sem við byrjuðum á fyrir nokkrum árum var að hætta að gefa jólagjafir til fullorðna fólksins í fjölskyldum okkar og færum þeim jólakörfu fulla af heimalöguðu góðgæti. Hér eru nokkur myndbrot af því sem við höfum verið að gera og ætlum að setja í þessar fallegu jólakörfur.





