Undanfarin ár höfum við fjölskyldan farið í bústað í vetrarfríinu. Í ár var vetrarfríið ekki á sama tíma hjá okkur Magga en við létum samt verða af því að fara að Flúðum. Við vorum í bústað í Heiðarbyggðinni og var það ótrúlega gott. Ég föndra yfirleitt jólakortin í þessum ferðum og Maggi hefur oftast nær notað tímann í að líma myndir ársins í fjölskyldualbúmið. Í þessari ferð voru jú jólakortin gerð alls 90 stk. og einnig pakkakortin. Maggi notaði tímann í að læra og einnig í ýmiskonar vinnu fyrir skólann ásamt því að nota heitapottinn reglulega:-)
Jólakortin eru æðisleg að vanda.
SvaraEyðaSaknaðarkveðjur frá mæðgnunum í Svíþjóð
Falleg kortin þín mamma mín:)
SvaraEyða