7.11.09

Slökun á Flúðum

Undanfarin ár höfum við fjölskyldan farið í bústað í vetrarfríinu. Í ár var vetrarfríið ekki á sama tíma hjá okkur Magga en við létum samt verða af því að fara að Flúðum. Við vorum í bústað í Heiðarbyggðinni og var það ótrúlega gott. Ég föndra yfirleitt jólakortin í þessum ferðum og Maggi hefur oftast nær notað tímann í að líma myndir ársins í fjölskyldualbúmið. Í þessari ferð voru jú jólakortin gerð alls 90 stk. og einnig pakkakortin. Maggi notaði tímann í að læra og einnig í ýmiskonar vinnu fyrir skólann ásamt því að nota heitapottinn reglulega:-)
Á myndinni hér að ofan má sjá nokkrar gerðir jólakorta.
Veðrið var dásamlegt flesta dagana. Á myndunum sést hversu fallegt tunglskinið var, föndurdótið mitt, Maggi í þungum þönkum, "jólamatur" í móanum og bíllin að morgni sunnudags, alhélaður í morgunsólinni. Svona ferðir eru nærandi fyrir andann og sálina og ég tala nú ekki um samveru okkar.

2 ummæli:

  1. Jólakortin eru æðisleg að vanda.

    Saknaðarkveðjur frá mæðgnunum í Svíþjóð

    SvaraEyða