8.6.09

Það er nóg að gera!

Það er nú orðið langt síðan ég bloggaði síðast. Síðustu vikur hafa verið frekar strembnar, prófabunkarnir stórir og naut ég þess nokkra daga að veðrið var þannig að ég gat farið yfir þau úti í sólinni. Það vill til að mér finnst gaman að fara yfir próf og gaf mér góðan tíma til þess. Síðasta vika var svo brotin upp með skemmtilegum vordögum þar sem þemað var umhverfið og mannúðarstörf.Nú er ég búin að setja niður nokkur sumarblóm. Mér finnst þessi árstími yndislegur. Við Inga vinkona skelltum okkur í Hveragerði og keyptum nokkur sumarblóm til að setja niður einnig keypti ég nokkur fjölær og ætla að vona að þau dafni vel og nái von bráðar að hylja beðin hjá okkur, ekki veitir af.

Við Maggi fórum í heimsókn til Eika og Þrúðu í sumarbústaðinn þeirra í Þrastarskógi og áttum ánægjulegt kvöld með þeim. Eiki klikkar ekki við grillið!
Um helgina vorum við svo boðin í skírn hjá Magnúsi Inga og Siggu og var sú stutta skírð Ingibjörg í höfðuðið á ömmu sinni. Amman (og náttúrulega allir viðstaddir) ljómaði af gleði. Yndislegt veður og frábær veisla.
Það er útskrift í Setbergsskóla á morgun. Nemendur 10.bekkja kveðja okkur og verð ég að segja að ég mun sakna þeirra. Þessir nemendur sem ég hef kennt undanfarin 3 ár eru frábærir og finnst mér það hafa verið forréttindi að hafa fengið að kenna þeim.
Það gengur lítið með hannyrðir þessa dagana þó svo að það sé alltaf eitthvað á prjónunum það tekur því varla að segja frá því. Kannski næst.

2 ummæli:

  1. Til lukku með ungana þína:)
    Núna er það bara næsti uppeldishópur næsta haust!

    Hlakka til að sjá hvað er á prjónunum;)
    Risa knús
    Ás

    SvaraEyða
  2. Þegar ég sé sumarblómin þín í svona fallegum ílátum, þá verð ég bara að fara að kaupa blóm og setja niður hjá mér, tími til kominn. Skemmtilegur mjólkurbrúsinn!

    SvaraEyða