23.6.09

Það styttist í að litla fjölskyldan frá Eskilstuna komi:-)

Það er lítið að gerast þessa dagana. Ég er rétt að komast í gang eftir að hafa notið þess að gera sem minnst!
Á föstudaginn koma þau svo til landsins
Gulli, Sandra og Hildur Saga og erum við mjög spennt. Litla daman verður síðan eins árs á laugardag og verður afmæli fyrir hana á sunnudaginn og fannst mér best að fara að bretta upp ermar og njóta þess að byrja að baka fyrir afmælið.
Heyrði í Ástu Sigrúnu í morgun og er hún spennt að leggja í hann í ferðalagið sem hún fer í 1. júlí og ætlar að vera á ferðinni í 9 daga með vinkonum sínum. Ekki leiðinlegt að ferðast um austurströnd Ástralíu (reyndar bara lítinn part af austurströnd þessa stóra lands) og upplifa eitthvað sem hefur verið draumur hennar frá því að hún var lítil stelpa. Hún ætlar t.d. að fara að snorka við kóralrifið fræga. Svo kemur hún heim (húrra, húrra) 14. júlí og nær að hitta litlu fjölskylduna frá Eskilstuna. Það verður frábært að fá eðlilegt hljóð í húsið með alla fjölskyldumeðlimi í því á sama tíma.
Þessi síða átti í upphafi að vera um handavinnu og fl. og hefur nú lítið farið fyrir slíku upp á síðkastið. Ég er þó búin að prjóna 2 húfusett eins og sést hér fyrir ofan því nú fer að líða að því að barnabarn Ellu og Garðars fæðist.

Og svo er ég búin að prjóna húfu á Hildi Sögu fyrir haustið en þá byrjar hún í leikskóla litla sílið. En núna hlakka ég til að fá að finna hana í fanginu og fá að njóta nokkurra daga með henni og foreldrunum.

2 ummæli:

  1. Fyrir utan hvað ég hlakka mikið til að fara í ferðalagið mitt & sjá Nágranna , þá get ég varla beðið eftir eðlilegum hljóðum og Pabba&Mömmuknúsum:) Hugsa að ég verði meira að segja ekkert pirruð þegar strákarnir byrja að stríða mér;) Knús á þig mamma mín:)

    SvaraEyða