16.6.09

Sumarfrí, sumarfrí, sumarfrí, frí, frí...


Ja hérna hér. Ótrúlega finnst manni tíminn líða
þegar maður lítur til baka yfir veturinn. Mér finnst eins og það hafi bara verið mánudagar og föstudagar í vinnuvikum vetrarins. En nú er sumarið komið og tími til að njóta. Það tekur mig alltaf smá tíma að ná mér niður eftir veturinn og fara að njóta þess að vera í fríi.
Mér finnst ég þurfa að gera svo margt sem ég hef ýtt á undan mér eins og alls konar þrif, helst að mála (mjög vinsælt eða þannig hér á þessu heimili!) taka til í skápum og viðra og og og...
Nú er þriðji í fríi og ég ekki farin að gera nokkurn skapaðan hlut nema að reyna að komast niður úr hrúgunni í þvottahúsinu hm..

Reyndar erum við Inga vinkona búnar að setja okkur
það markmið að ganga hressilega á morgnana í sumar (það er sko tekið á því) og byrjuðum heldur betur vel, fórum bæði í gær og í dag kl. 9 (óguðlegur tími svona í sumarfríi) en við erum góðar þegar við tökum okkur til.

Í dag á Ásta mín afmæli og reiddi fram kökur og krásir og ligg ég nú á meltunni eftir herlegheitin.

17. júní á morgun og ekki verður mér mikið úr verki þá. Við kíkjum í bæinn og auðvitað til mömmu og pabba í pylsur og hamborgara eins og venjulega standandi kræsingar á þeim bæ. Ég vona bara að veðrið verði ekki eins og á myndinni hér fyrir ofan, sem ég tók á laugardaginn úti á stéttinni við húsið okkar. Er reyndar að horfa á veðurfréttir sjónvarpsins og viti menn þeir spá rigningu:-(
Það er eins gott að geta þess að fánamyndin er tekin af vef Skýrr.

3 ummæli:

  1. Muy linda foto la de la lluvia, te felicito.

    SvaraEyða
  2. Þið eruð vígalegar vinkonurnar- flott hjá ykkur. Ég er rosalega glöð að þú "vindur ofan af þér" þessa dagana, ég held að það sé bara alveg nauðsynlegt!
    Ég bið að heilsa í Fagrabergið :) Hér var 17 júní fagnað með Angels & Demons og heimahárlitun sem tókst bara vel:) Risa knús:*

    SvaraEyða
  3. Ég tek undir hvert orð hjá þér varðandi fríið, ég er reyndar komin í gegnum þvottinn, og svo ætla ég bara að reyna að njóta frísins. Hér er allt í gipsryki(sem betur fer), svo það þýðir ekkert að hugsa um stórþrif ennþá!

    SvaraEyða