10.3.12

Ýmislegt í gangi ;-)

Ég fór til Eskilstuna í febrúar.  Ungu hjónin skruppu til Parísar og við ömmgurnar vorum saman á meðan. Ótrúlegur tími sem við áttum saman og skemmtum okkur konunglega.  Gerðum nákvæmlega það sem okkur langaði til, þegar okkur langaði til !  Við fórum í strætó, í dansinn, leikhús, dýragarðinn, bæinn, lásum, knúsuðumst, bökuðum og fleira og fleira
Ég er búin að vera að ljúka nokkrum verkefnum svona hægt og bítandi og eitt af þeim er þessi taska sem ég byrjaði á í haust.  Tók hana upp aftur þegar ég kom heim og er um það bil að klára hana.
Ég er nú ekkert voðalega klár í því að applikera í vélinni en stakk nú bara nokkuð meira en ég ætlaði í upphafi, ágætt verkefni til að æfa sig.  Það er nú skemmtilegt að hafa svona góða aðstöðu og geta svo hlustað á útvarpið eða fylgst með einhverjum þáttum á tölvunni á meðan maður er að vinna.
Ég var mikið að hugsa um hvernig ég ætti að ganga frá henni og endaði með ljósu fóðri og rauðri bindingu.  
Ég á eftir að festa á hana handföngin/höldurnar, er enn að hugsa hvernig þær eigi að vera, klára það á morgun vonandi. Húsin eru ekkert skökk, það er bara svo erfitt að láta hana standa vel.
Ég er líka að prjóna lopapeysu á Magga minn og gengur frekar hægt en þetta er allt að koma vonandi klára ég hana fyrir páska.
Fór svo í Virku í dag og keypti mér nokkur efni í sætan páskalöber, hendi myndum af honum inn þegar ég er komin af stað með hann.
Nóg í bili.  Takk fyrir innlitið ;-)

2 ummæli: