6.4.12

Þá er páskalöberinn tilbúinn rétt korter fyrir páska ;-)

Ég lofaði því víst í síðasta pósti að setja inn myndir þegar ég væri komin af stað með páskalöberinn og hef  reyndar ekki staðið við það en nú er hann tilbúinn og hér á eftir koma myndir af herlegheitunum.
Þessi er tekin þegar ég var búin að sauma bæði framhlið og bak og setja vattið á milli og var að máta hann á borðstofuborðið.  Ég sá það fyrir mér hvernig ég vildi hafa hann !

Hér er hann á strauborðinu og ég búin að næla allt vel saman og búin að hálfsauma briddinguna á.
Og svona lítur hann út.  Búin að ljúka við briddinguna, applikera eggin á hann (þau sýnast reyndar hvít á öðrum endanum en þau eru grændröfnótt og eru öll úr sama efninu.
Hér sjást eggin betur, þau eru þrjú þarna og svo tvö á hinum endanum
Fallegir kertastjakar komnir á sinn stað í lit sem fellur vel að grænu litunum í löbernum.
Og þarna er hann kominn, korter í páska.  Ég valdi þessa liti svo ég gæti notað hann eitthvað fram í vorið.
Takk fyrir innlitið og gleðilega páska.

2 ummæli:

  1. Smart löber hjá þér,Sigga, og mér finnst svona ljósgrænt besti páskaliturinn.

    SvaraEyða