7.10.09

Haustið með kertaljósum inni og úti

Já það er fátt eins fallegt og kertaljós þegar fer að rökkva á haustin. Ég skoða margar bloggsíður og þar fær maður heilmargar hugmyndir. Ég á heil ósköp af kertalugtum og kertastjökum og sá um daginn á einni bloggsíðu hvað hægt er að gera skemmtilega hluti á einfaldan hátt. Ég skellti mér til Reykjavíkur í dag og keypti þennan spegil og raðaði svo nokkrum kertalugtum, glösum og fl. á hann og hef hann á borðstofuborðinu og er þetta ekki flott?
Og ekki er það síðra þegar búið er að kveikja á kertunum.
Eða hvað ?
Einnig er ég mjög sátt við þessa uppstillingu.
Við höfum undan farin ár sett kertalugtir út á borð sem er hér á stéttinni fyrir framan húsið okkar. Þar lifa kertaljós nánast alla daga yfir haust- og vetrartímann
Og það er fallegast þegar það er frost og ég tala nú ekki um þegar það snjóar.
Erikur og Silfurkambur lífga upp á.

4 ummæli:

  1. hlakka til að koma heim og sjá þetta á staðnum!
    Alltaf flott ástin mín!
    Bagga vagga kveðjur frá Eskilstuna
    M

    SvaraEyða
  2. Oh það er svo yndislega notalegt heima:)Skreytingin er ekkert smá falleg og sniðug!
    Ég er að reyna að gera kósý hérna líka- búnað kveikja á kertum og svona:*

    SvaraEyða
  3. Þetta er svo hlýlegt og fallegt hjá þér, Sigga!
    Nú er ég búin að fá að hugmynd! Vona að útiskreytingarnar hafi ekki fokið í rokinu!

    SvaraEyða