Jæja þá er þessi tilbúin fyrir litluna mína í Eskilstuna. Ég keypti uppskrift og garn í sumar í þessa peysu og húfu. Ég notaði Dala garn og uppskriftin er úr blaði frá Dala. Það var mjög skemmtilegt að prjóna þessa peysu og ég tala nú ekki um húfuna. Ég keypti síðan jarðarberjatölurnar á hana í Kaupmannahöfn í sumar. En það fellur ferð til Eskilstuna með Elsu Haralds, systur Söndru svo það ýtti á mig að klára. Vonandi passar hún! (Ef smellt er með músinni ofan á myndina þá sjást tölurnar betur og einnig munstrið á húfunni)
Þessi finnst mér algjört listaverk, sem er auðvitað mjög passlegt fyrir listaverkið okkar í Eskilstuna:)
SvaraEyðaHún er algjört æði
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
SvaraEyðaGetum ekki beðið:D
SvaraEyðaSandra og Hildur Saga
Þessi er mjög falleg, ég öfunda þig af því að eiga eina skvísu til að prjóna á. Kv. Anna Björg.
SvaraEyðaPeysan er æði. Þurfum að taka mynd af Hildi Sögu í henni. Erum ekki búin að prófa vestin. Gerum það á morgun:D
SvaraEyða