31.3.09

Lopavesti úr einföldum plötulopa

Þetta lopavesti var ég að klára á Hildi Sögu. Það er prjónað úr einföldum plötulopa. Ég er þó dálítið hrædd um að það sé of stórt á hana og er að hugsa um að prjóna annað og minnka uppskriftina eða prjónana. Uppskriftin er í bókinni Lopi nr. 28. Ég notaði uppskrift af peysu og sleppti bara ermunum. Sé til hvað ég geri, ætti samt að geta klárað það áður en Elsa fer út.

2 ummæli:

  1. Æðislegt:D Vá hvað þú ert snögg að þessu.

    Sandra

    SvaraEyða
  2. Það er aldeilis að þú er að breytast í prjónaverksmiðju bara frú!!!
    Daman verður mikið fín í þessu:)

    SvaraEyða