21.3.09

Mér tókst það!!!

Svona leit þetta út þegar ég byrjaði. Búin að sauma nokkrar blokkir þegar þessi mynd var tekin
Fyrst eru saumaðar blokkir og þær síðan saumaðar saman.


Á þessari mynd sést bakhluti dúksins. Mér gekk illa að fá efni sem ég var sátt við, fór meira að segja í Bót á Selfossi til þess. Ég keypti efnið í dúkinn þar fyrir um tveimur árum síðan og ætlaði að freista þess að fá eitthvað af efnunum sem ég er með í dekkinu en gekk ekki. Það endaði með því að ég fór í Virku og fékk þetta efni sem er í ferningnum sem sést á myndinni.


Og svona lítur hann út á borðstofuborðinu. Mér tókst að klára hann áður en ég fór á bútasaums námskeiðið á Selfossi um síðustu helgi. Ég á eftir að segja frá því. Það var meiriháttar skemmtilegt og ég blogga um það síðar.




2 ummæli:

  1. Til hamingju,Sigga! Hann er virkilega flottur og vel heppnaður hjá þér. Minn prýðir líka borðstofuborðið um þessar mundir. Ég hlakka til að sjá bloggið frá saumahelginni.
    Kveðja, Hellen

    SvaraEyða