Eins og sjá má hér að neðan er ég búin að fá eitt leikfangið enn. Það er forrit til að breyta myndum á ýmsan máta. Ég er búin að vera að leika mér í kvöld og þetta er útkoman, mynd af nýbökuðu bananamúffunum mínum.Eins og ég hef sagt áður, þá á ég mjög erfitt með að henda mat. Það gerist oft á þessu heimili að sumt borðast mjög vel en annað verður útundan. Þegar ávextir eða mjólkurvörur eiga í hlut þá finnst mér mjög auðvelt að nýta þessar matvörur t.d í brauð eða kökur. Oft verða þó muffur fyrir valinu. Í gær voru þrír kolsvartir bananar í skálinni í eldhúsinu. Ég stappaði þá í mauk og notaði þá í bananamúffur. Hér kemur uppskriftin
Bananamúffur
3 mjög vel þroskaðir bananar maukaðir
200 gr. hrásykur (fínn)
2 egg
1,5 dl. ab-mjólk
2 tsk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. vanilludropar
260gr. fínmalað spelt
20 gr. suðusúkkulaði spænir
Þeyta saman egg, bananamauk, sykur og ab-mjólk. Blandið því næst þurrefnunum saman við (muna að hræra ekki heldur velta deginu saman). Setja deigið í smurð múffuform og bakað við 200°C í 20-25 mínútur. Verði ykkur að góðu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli