7.5.09

Jæja þá er óhætt að sýna herlegheitin!!

Jæja þá er bókin hennar Guðrúnar Erlu komin út í Bandaríkjunum og mér þá óhætt að opinbera herlegheitin. Fyrsta myndin er af tveimur blokkum úr löbernum. Þessi löber er saumaður beint á bak og vatt (svona fyrir þá sem skilja, það er ekki langt síðan ég uppgötvaði hvað það þýðir:-))
Efnin eru hönnun Guðrúnar Erlu. Ég pantaði pakkann fyrir námskeiðið og eins og ég hef áður sagt eru þetta ekki beint lítir sem ég hefði valið sjálf.


En hann er nú bara ljómandi fallegur þar sem hann er kominn á fína "buffetið" hennar ömmu minnar Siggu, í stofunni okkar.

Eða hvað finnst ykkur?



Nú svo er það "Flóafárið". Þetta er teppið (eða öllu heldur yfirborðið). Þetta var verkefnið þar sem við vissum ekkert hvað við vorum að gera. Fengum bara vísbendingar eina af annarri og héldum á vit hins oþekkta og óvænta.
Eins og ég sagði frá eftir námskeiðið, þá var ég nú ekki eins fljót að vinna eins og hinar konurnar en ég er þó búin með þetta!
Nú á ég bara eftir að ákveða hver af þessum litum (sem ég á eftir að sættast við) gæti notast sem kantur utan um teppið og kaupa það ásamt efni í bak og bindingu. Ég held að þetta geti bara orðið sætt í sófann hér í holinu okkar. Gott fyrir "suma" að kúra undir því á meðan horft er á sjónvarpið.

4 ummæli:

  1. Sæl, maður hefur gott af því stundum að láta aðra velja litina fyrir sig, svo maður festist ekki í "sínum" litum. Mér finnst þetta koma mjög vel út hjá þér. Bara til lukku!!

    SvaraEyða
  2. Mér sýnist þessi löber bara passa ágætlega við hræðilega litaða vegginn! Mér finnst óvissuteppið alveg sjúklegt! ótrúlega töff og verður mjög notalegt að kúra undir í sófanum:) Listakona!

    SvaraEyða
  3. Ég væri alveg sátt við þessa liti heima hjá mér, Sigga mín, þótt ég hefði ekki valið þá sjálf! Flottur löber.

    SvaraEyða
  4. Sæl,fkott síða hjá þér og sniðugir sokkar sem þú prjónaðir á 2 prjóna.Ertu til í að senda mér uppskriftina á greta2610@hotmail.com
    kveðja Margrét Erlingsd. á Selfossi.

    SvaraEyða