
Helgin hefur verið viðburðarík hjá okkur. Útskrift á föstudaginn hjá Kristjáni frænda í FB og veisla á eftir og síðan útskrift Kristins og Ingibjargar á laugardaginn og veisla í Sléttuhlíð. Veðurblíðan einstök þrátt fyrir spá um rigningu og leiðindi. Í morgun tókum við það rólega og sváfum lengi og engin skipulögð dagskrá fyrir daginn. Þá er upplagt að byrja daginn með nýbökuðum rúnstykkjum og góðu áleggi.


mmm hlakka til að fá sunnudagsbollur í sumar!
SvaraEyða