24.5.09

Góð helgi með góðu fólki


Helgin hefur verið viðburðarík hjá okkur. Útskrift á föstudaginn hjá Kristjáni frænda í FB og veisla á eftir og síðan útskrift Kristins og Ingibjargar á laugardaginn og veisla í Sléttuhlíð. Veðurblíðan einstök þrátt fyrir spá um rigningu og leiðindi. Í morgun tókum við það rólega og sváfum lengi og engin skipulögð dagskrá fyrir daginn. Þá er upplagt að byrja daginn með nýbökuðum rúnstykkjum og góðu áleggi.



Ég tók þessar myndir hér ofar og þessa fyrir neðan í dag og sést vel á þeim hversu aspirnar í bakgarðinum eru háar. Þær eru mun hærri en hæsti punktur hússins okkar. Ótrúlegt að hugsa til þess að þær eru ekki nema um 15-16 ára. Þær eru örugglega þremur til fjórum metrum hærri en húsið.

1 ummæli: