19.5.09

Garðurinn okkar 19. maí 2009

Þessi mynd er fyrir Ástu Sigrúnu og Gulla. Fuglahúsið sem þau fengu í jólagjöf eitt árið. Það verður fallegra og fallegra með hverju árinu sem líður þó það láti á sjá vegna veðurs.
Hér eru nokkra myndir af blómunum sem eru í garðinum okkar.















Kornblóm á efri myndinni og Lyklar (sem ég man ekki hvað heita) á þeirri neðri.
Þessar klukkur eru af laukum sem ég fékk úr garði við Hellisgerði.

Svo að lokum eru það knúpparnir á koparreyninum. Koparreynirinn er uppáhalds runninn minn í garðinum okkar. Á haustin þegar hvítu berin koma á stilkana af blómunum og hann logar af haustlitum þá finnst mér hann fallegastur.

1 ummæli:

  1. Takk! Ég er sammála þér með að það verði fallegra með árunum. Veðrunin klæðir það vel.

    SvaraEyða