Ég byrjaði á peysu úr lopa-ligth í haust, hef verið að prjóna hana svona inn á milli annarra verkefna. Nú er ég búin með bakstykkið og framstykkin og er mikið að hugsa um að leggja henni þar til seinni part sumars. Þetta verður fín peysa í svalt haustið , hneppt að framan.
Uppskriftin er í gömlu blaði frá Ístex og nota ég hana að mestu leyti þ.e lykkjufjölda og snið. Ég ætla svo að nota uppskrift af ermum og ermaísetningu úr nýjasta Tinnublaðinu og geri frekar ráð fyrir að nota þá uppskrift einnig fyrir hálsmálið. Á myndinni sýnist peysan grá en er í rauninni grágræn. Nokkuð fallegur litur. Síðan fylgir sjal með sem ég er með ljósgrátt. Sjáum til hvað ég geri.
Eins og veðrið er núna ættirðu kannski að drífa þig í að klára peysuna!
SvaraEyðaÞað held ég að þú verðir fín:)
SvaraEyða