16.5.09

Garðurinn okkar í maí 2009

Hér eru nokkrar myndir klipptar saman í eina. Þetta eru dásamlegar plöntur í garðinum okkar, sannir vorboðar. Allt er að lifna við og yndislegt að fylgjast með því. Loksins er veðrið orðið nokkuð vorlegt, segi ekki sumarlegt þó svo að hitinn hafi stigið í dag. Nú eru vorverkin hafin og við búin að setja okkur í stellingar við þau. Í dag byrjuðum við aðeins að taka ofan af beðum og bæta við mold í beðin. Mikil vinna sem bíður okkar og vonandi helst þetta veður!! Á myndinni sjáið þið efst Kúrileyjakirsið, Gullhnapp og Silfurkamb (sem lifði af veturinn). Í miðjunni er einn af lyklunum okkar og síðan Koparreynir og Animóna og í neðsturöð er Kóngafífill og Kornblóm. Munið að ef þið viljið sjá myndina betur þá smellið á hana.

1 ummæli:

  1. Hlakka til að koma heim og sjá garðinn í fullum blóma:) Hann er greinilega á góðri leið- loksins kom vorið til ykkar:)

    SvaraEyða