Sunnudagar finnst mér frábærir. Og í dag var engin undantekning þar á. Ég bjó til ógeðsdrykkinn minn!!! Já, það er ótrúlega góður djús frá henni Sollu hollu. Ég set: 1 stóra agúrku, 2 stöngla af selleríi, 4 stilka af myntu, 3 sm. af engifer (afhíða), 1 lime (taka börkinn af og passa að hvítakjötið fari vel með berkinum), 1/2 tsk. af Himalayasalti og 2,5 dl. af vatni, í blandara og læt ganga í góða stund eða þar til allt er orðið vel maukað. Stundum sigta ég djúsinn en oft hef ég hratið með. Þetta er ótrúlega gott og ég tala nú ekki um hollt.
Þegar við vorum að fá okkur morgunmatinn í morgun uppgötvaði ég að appelsínu- marmelaðið var að verða búið eins og við bjuggum mikið til fyrir jólin. Þá var ekki annað að gera en búa til meira. Okkur þykir þetta marmelaði það allra best sem við fáum. Uppskriftin er þessi:
Appelsínumarmelaði.
1 kg. appelsínur
1 sítróna
800 gr. sykur
Skera ávextina í báta og hakka vel í hakkavel. Allt sett í pott og sjóða í 20 mínútur. Síðan sett í krukkur og fylla allveg upp og loka strax, þá lofttæmast þær vel. Auðvelt, fljótlegt og gott.
Maður fær alltaf vatn í munninn þegar maður les bloggið þitt, Sigga! Flottar myndirnar.
SvaraEyðaÓgeðisdrykkurinn rokkar:D
SvaraEyðaJá, þessi drykkur virðist bera nafn með rentu af innihaldslýsingunni að dæma... vantar bara hráan lauk og fjórar matskeiðar af lýsi og það verður hægt að nota hann í busavígslur.
SvaraEyðaÉg prófaði að gamni þessa uppskrift af marmelaðinu þínu og hún er alveg svakalega góð. Takk fyrir að deila henni með okkur.
SvaraEyðaÉg lít hérna inn til þín annað slagið og hef gaman af.
Kv Edda
Prófaði líka appelsínumarmelaðið þitt, fljótlegt og gott. Takk fyrir frábæra síðu. Kv. Ágústa
SvaraEyða