Jæja þá er hann tilbúinn og tókst bara vel. Hann er reyndar aðeins minni en ég ætlaði í byrjun en hann er snotur og fínn.
Ég átti nokkurn afgang af efnum svo ég saumaði lítinn brauðkörfuklút til að hafa með dúknum.
Er þetta ekki bara flott komið á borð? Nú er bara að pakka herlegheitunum og koma því í póst til Eskilstuna þar sem nýtt borð úti á palli bíður eftir þessu.
Hann kemur mjög vel út í þessum litum og mér finnst miðjan fín líka. Flott hjá þér að gera brauðkörfudúk líka, ég stel þeirri hugmynd!
SvaraEyðaMjög sniðug lausn með miðjuna.
SvaraEyðaSandra