21.4.09

Ný della ha, ha, ha....

Jæja er ný della í uppsiglingu hjá mér? Nei, nei það er bara svo skemmtilegt að búa til hluti og ég tala nú ekki um þegar vel tekst til. Síðasta daginn í páskafríinu skelltum við okkur í bæinn ég og hún mamma mín. Við ákváðum að labba Skólavörðustíginn og skoða allar þessar fínu hönnuði sem þar hafa hreiðrað um sig. Við fórum á Mokka og fengum okkur kaffi og vöfflur og áttum þarna frábæran dag þar sem endalaust augnakonfekt bar fyrir. En á þessari leið okkar fórum við fram hjá versluninni Litir og föndur og fórum þar inn. Þá datt ég í deildina með öllu þessu fallega dóti til skartgrípagerðar og viti menn, ég datt í það!!!

Það sem hér á eftir kemur er svo það sem er tilbúið úr því efni sem kom heim úr þessari ferð okkar mæðgna. Þessir eyrnalokkar eru náttúrulega í mínum litum þ.e. silfur og svart:-)

Ég er líka alltaf að reyna að vera djörf og fannst ég virkilega vera það þegar ég valdi þessar rauðu kúlur sem eru handútskornar.

Og svo er bara að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Þessir lokkar eru allir stakir. Mér finnst mjög skemmtilegt að vera með einn lokk sem er dálítið töff á móti litlum lokkum sem láta lítið yfir sér. En sem sagt hér er afrakstur helgarinnar og hvorki meira né minna en tvö blogg í dag þrátt fyrir magakveisu.

2 ummæli:

  1. Dúkurinn er æði & skartgripirnir alveg frábærir!
    Getur þetta ekki bara verið aukavinnan okkar í sumar mamma mín- mæðgna skartgripagerð?
    Hjartaknús:*

    SvaraEyða
  2. Þú verður að kíkja á perlubúðina hennar Söndru í Stokkhólmi. Þar er margt að skoða.

    SvaraEyða