Var að fá þessar myndir af Hildi Sögu. Þarna er hún á leikvellinum og komin í vestið. Það virðist passa vel á dömuna. Er hún ekki bara fallegust?
Fallega fjölskyldan í Eskilstuna. Þarna eru þau öll Sandra, Hildur Saga og Gulli, öll í lopapeysum sem ég hef prjónað á þau í gegnum tíðina. Myndin er tekin í garðinum þeirra, þennan dag var um 19°hiti og þau grilluðu og borðuðu úti um kvöldið ásamt þremur systrum Söndru og einum mági.
Og svo er það löberinn góði. Ég skar fyrst ferningana 2,5" X 8" og þeir voru allir saumaðir saman í eina lengju. Síðan er saumað beint á vatt og bak og þarna er ég búin með yfirborðið
Barnid er svo fagurt- og jardaberid gerir hana bara entha saetari!!!
SvaraEyðaAlveg rosalega fint og eg hef a tilfinningunni ad hun verdi mikid notud!
Mer finnst dukurinn fallegri an blomanna!
Til lukku med daginn:*
Ég veit ekki hvar ég á að byrja! Fjölskyldan er auðvitað rosalega flott í þessum peysum, svo íslensk og falleg. Jarðaberjasettið og vestið auðvitað mjög fallegt líka. Svo er það dúkurinn. Þar sem þú setur hann get ég alveg verið sammála að það er betra að hafa rólegt yfirbragð, EN.....ég myndi ekki sleppa blómunum. Hins vegar er óþarfi að hafa þau svona litsterk, efni í hlutlausum litum, sem hafa aðeins dekkri tón en grunnurinn myndi vera fínn í blóm líka, eða jafnvel hvítt blóm með gráum stilkum. En þetta er auðvitað smekksatriði. Grunnlitirnir hjá þér eru líflegir, þannig að dúkurinn getur alveg borið sig svona.
SvaraEyðaKveðja, Hellen