7.4.09

Næst á dagskrá...


Jæja þá er ég búin með yfirborðið á teppinu góða sem ég byrjaði að sauma á námskeiðinu á Selfossi. Það er mjög fallegt miðað við litavalið sem var alls ekki mitt og ég hefði aldrei látið mér detta í hug að kaupa þessa liti í það, kemur mér skemmtilega á óvart. Ég ætla aðeins að hvíla mig á því og setja það saman eftir páskana, vantar að kaupa vatt og efni í kantinn, bindinguna og bakið. Læt það bíða aðeins. En...þessi fallegi löber er næstur á dagskrá hjá mér. Hann er hannaður af Guðrúnu Erlu sem var með námskeiðshelgina góðu.
Hann er saumaður beint á bak og vatt og eru þetta efnin sem ég valdi í hann. Ljósu efnin í yfirborðið og það dökka í kantinn, bakið og bindingu og það græna, rauða og gula í applikeruðu blómin. Hlakka til að byrja á honum.
Ég skrapp í Bóthildi í kvöld og keypti mér þessi efni. Er ekki enn búin að ákveða í hvað ég nota þau en mig hefur lengi langað í bláa og rauða liti. Það er ekki sérlega auðvelt að fá bláa liti en hún frú Bóthildur á bláa liti í hillutali!

Það verður spennandi að finna fallegt mynstur eða láta sköpunarhæfileikana (sem eru ekki að angra mig mikið þessa dagana) ráða. Kannski kemur andinn yfir mig. En fyrst er að klára löberinn og ganga frá teppinu. Nóg að gera í bili. (Ef smellt er á myndirnar sjást þær stærri og mynstrin í efnunum sjást betur)

2 ummæli:

  1. Þessi löber finnst mér fallegur- litirnir sem þú keyptir eru það líka! Hlakka til að sjá hvernig hann kemur út hjá þér:)


    Ps.
    Ég held að blá/rauðu litirnir komi beint frá gamla "fallega" teppinu sem var í sófanum hahha:) þú saknar þess greinilega! haha
    Knús:)

    SvaraEyða
  2. Sigga, ég gæti hugsað mér að eiga öll þessi efni, tvö þeirra á ég reyndar. Alveg mínir litir. Og löberinn, mér finnst svo smart að hafa grunninn úr mörgum efnum, kemur alltaf flott út. - Ég var aðeins hugsi yfir þessum Magga, sem var að kommentera á færsluna mína, fannst reyndar athyglisvert að karlmaður hefði áhuga á bútasaum, veit bara um einn þannig, en svo las ég næstu færslu!

    SvaraEyða